900 Vestmanneyjar

  • {{img.alt}}  900 Vestmanneyjar
    Opið hús 01.01.0001 00:00 - 00:00
    {{img.description}}

SALE

Verð: 36.500.000 

Sala
36.500.000 
Tvíbýli
265 fm
8
Herbergi
6 Svefnherbergi
2 Stofur
1 Baðherbergi
Fjöldi hæða 3
Byggingarár 1950
Inngangur Tveir sér
Bílskúr Já ( 18.9 fm )
Lyfta Nei
Fasteignamat 31.900.000 
Brunabótamat 55.710.000 

Heimaey fasteignasala kynnir reisulega eign að Kirkjubæjarbraut 2 Vm.  Um er að ræða tvær eignir,  efri hæð og ris sem er 203,7 m2 á, þar af er bílskúr 18,9 m2 og garðskáli 15,4 m2. Aðalhæð eignar er 101 m2 og  ris er 68,4 m2 en gólfflötur er meiri þar sem hluti eigna er undir súð. Kjallari er  61,1 m2 að stærð og býður upp á stækkun, þar sem aflokað brunnarými er 35-40 m2.  Áður var íbúð í kjallaranum, og lagnir til staðar. Eignin er á besta stað í Vestmannaeyjum og stendur hátt með miklu útsýni til 3ja átta. Endurbætur voru unnar á þaki árið 2008.  Eignin þarfnast endurbóta að hluta m.a. þarfnast gluggar og gler endurnýjunar að hluta. Vakin er athygli á að gólf í stofu og borðstofu seig lítillega í gosinu árið 1973. Erfingjar hafa ekki aðrar upplýsingar en að ástand gólfsins hafi haldist óbreytt síðan þá. Gólfið hefur verið flotað og er hallalaust.    Drena þarf með eigninni. Rennur eru  orðnar götóttar að hluta  og fer að koma tími á útskipti. Skólplagnir voru myndaðar í júní sl. Engar athugasemdir voru gerðar við ástand þeirra við þá skoðun.  Eignin er í eigu dánarbús og eru upplýsingar í söluyfirliti þessu settar fram eftir bestu vitneskju erfingja um ástand eignarinnar.  Skoðunarskylda kaupanda er áréttuð með hliðsjón af þessu.

Eignin telur (aðalhæð):
Anddyri. Flísar á gólfi, fatahengi
Hol, flísar á gólfi
Eldhús, góð innrétting, flísar á milli skápa, panill á 1 vegg, korkflísar á gólfi
Stofa/borðstofa, teppi á gólfi
Herbergi 1, parket á gólfi
Snyrting, ágæt innrétting,  baðkar, dúkur á gólfi, flísar og betrek á veggjum

Ris: Teppalagður stigi milli hæða
Hol/gangur, teppi á gólfi, skápar
Snyrting, nett, flísar á gólfi
Herbergi 2, stórt, viðarkæddir veggir og loft. Teppi á gólfi
Herbergi 3, teppi, viðarklæðning á 1 vegg, skápar
Herbergi 4, teppi á gólfi, skápar
Herbergi 5. Viðarklæddir veggir, skápar, teppi á gólfi

Kjallari: Óinnréttaður kjallari. Innan og utangengt. Var skráður sem 3ja herbergja íbúð.
Herbergi í kjallara (nr. 6) og stofa (stofa nr. 2) eru skráð í söluyfirliti.
Þvottahús, gott þvottahús í kjallara
Brunnrými 35-40 m2 sem býður upp á stækkun.

Bílskúr austan eignar, 18, 9 m2

Garðskáli sunnan eignar 15, 4 m2

Einstaklega fallegur garður, enda verðlaunahús og verðlaunagarður í Eyjum. Falleg steinhleðsla götumegin,  sem er bæði garðveggur og blómabeð.  Eign sem býður upp á mikla möguleika og kemur verulega á óvart.


{{type.name}}

{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}

Götusýn er ekki í boði á þessum stað