VERÐ: TILBOÐ
Um er að ræða Dali (vestan megin) áður gamla Dalabúið. Eignin er í heild sinni 747,9 m2 að stærð þar af séríbúð 129,5 m2 að stærð ásamt stórum afgirtum sólpalli. Gólfflötur er meir í íbúðinni, þar sem hluti eignar er undir súð. Að sögn núverandi eigenda er gólfflötur annars húnæðis meiri, en skráðir m2 skv. FMR. Geymsla er 140,7 m2 og fjós/geymslur 477,7 m2. Eignin hefur verið nýtt sem viðverustaður hesta, áður safn í hluta eignar, smíðaverkstæði ofl. . Miklir möguleikar að skipta eigninni upp í mörg leigurými, fyrir hjólhúsi ofl. og setja upp geymslur ofl.
Eigendur hafa leigt stéttarfélagi egnina hluta ársins í 5 ár.
Eignin telur (Íbúð)
Inngangur til norðurs
Anddyri, flísar á gólfi, gengið úr anddyri upp á efri hæð
Hol, flísar á gólfi, panill á veggjum og í lofti
Stofa, flísar á gólfi, panill á veggjum og í lofti
Eldhús, áægt innrétting, flísar á gólfi, panill á veggjum og í lofti
Snyrting, nuddsturtuklefi, flísar á gólfi, panill á veggjum og í lofti
Góður stigi á milli hæða. Gengið úr anddyri upp á efri hæð
Hol/stofa, plastparket á gólfi. Hvíttaður panill á veggjum og í lofti. Þakgluggi
Gengið úr stofu út á stóra, afgirtan og sólríkan sólpall
Herbergi 1, plastparket á gólfi, hvíttaður panill á veggjum og í lofti. Þakgluggi
Herbergi 2, plastparket á gólfi, hvíttaður panill á veggjum og í lofti. Þakgluggi
Herbergi 3, plastparket á gólfi, hvíttaður panill á veggjum og í lofti. Þakgluggi
Eign sem býður upp á mikla möguleika fyrir fjárfesta