Túngata 16, 900 Vestmannaeyjar
49.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
7 herb.
221 m2
49.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
55.890.000
Fasteignamat
32.350.000

Heimaey fasteignasala kynnir glæsilegt einbýlishús að Túngötu 16 Vm.  Eignin er 221,9 m2 að heildarstærð, þar af bílskúr 36,1 m2. Eignin skiptist nánar: Aðalhæð og svefnálma  130,5 m2, jarðhæð 55 m2 og bílsúr 36,1 m2. Eignin er byggð úr steini árið 1955 og bílskúr árið 1965. Eignin hefur mikið verið endurnýjuð og er handverk allt til fyrirmyndar. Eignin er einangruð og steinpússuð (steining) að utan. Eignin er jafnframt einangruð að innan. Stofan öll tekin í gegn, ný veggklæðning og hiti í gólfi að mestu. Nýtt handrið á palli við inngang. Nýir ofnar í stofu og svefnálmu, nýlegar vatnslagnir og rafmagn, ný hitagrind, nýtt skolp, 4 nýjar útihurðir ásamt bílskúrshurð, steypt innkeyrsla, þak endurnýjað. Gróinn og afgirtur garður. Eign á frábærum stað. Frábært útsýni til allra átta.
Eignin telur:
Anddyri
, flísar á gólfi, nýir skápar, fatahengi.
Gangur, flísar á gólfi.
Stofa, stór, björt og góð, með gluggum til 3ja átta, frábært útsýni. Ný veggklæðning og nýtt harðparket á gólfi. Útgangur á afgirtan sólríkan sólpall (byggingarleyfi fyrir sólhús ), og 2 aðra palla sunnan eignar.
Eldhús, glæsileg innrétting með kappalýsingu. Flísar á milli skápa. Flísar á gólfi. Stofa og eldhús nýmálað, gluggar nýlakkaðir.

Svefnálma, (nýuppgerð), herbergi nýmáluð og gluggar nýlakkaðir.
Flísalagður stigi,
á milli hæða.
Gangur, flísar á gólfi.
Herbergi 1, nýtt harðparket á gólfi.
Herbergi 2, nýtt harðparket á gólfi.
Snyrting, ágæt innrétting, baðkar/sturta, flísar í hólf og gólf.
Herbergi 3, nýtt harðparket á gólfi, skápainnrétting.
Herbergi 4, nýtt harðparket á gólfi.

Jarðhæð, flísalagður stigi frá holi aðalhæðar niður á jarðhæð.
Þvottahús, gott þvottahús.
Herbergi 5, parket á gólfi, skápur, loftplötur.
Herbergi 6, parket á gólfi,skápur, loftplötur.

Snyrting, lítil en nýuppgerð snyrting.
Geymsla, nett, plastparket á gólfi. Getur nýst sem viðbótarherbergi og eða fata-/ tölvuherbergi.

Bílskúr, innan og utangengt í bílskúr. Steypt bílaplan. Bílskúrshurðaropnari, heitt og kalt vatn, rafmagn.
Geymsla, inn af bílskúr þar sem hægt er að ganga út í garð til suðurs.
Steypt bílaplan fyrir norðan hús, stæði fyrir 3 bíla.

Sólpallur, sólríkur pallur sunnan eignar, með útgang úr stofu.
Hellulagður sólpallur sunnan bílskúrs.
Sólpallur, milli bílskúrs og eignar í suður. Gengið niður á pallinn.

Glæsileg og mikið endurnýjuð eign á frábærum stað.  Frábært útsýni.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.