Brimhólabraut 32,, 900 Vestmannaeyjar
44.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
5 herb.
248 m2
44.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
69.080.000
Fasteignamat
31.430.000

Heimaey fasteignasala kynnir einbýlishúsið Brimhólabraut 32 Vm.  Eignin er í heild 248,8 m2 að stærð á 3 hæðum, þar af er  bílskúr 38,7 m2. Eignin er byggð ur steini árið 1955 og bílskúr árið 1965.  Eignin skitpist:  Aðalhæð  103,3 m2, ris 35 m2 en gólfflötur er töluvert meiri, þar sem hluti eignar er undir súið, kjallari 39,1 m2 og bílskúr (bílskýli) undur palli 32,7 m2, og innréttarður bílskúr sem stendur sjálfstætt 38,7 m2 og hefur verið leigður sem studíóíbúð.  Rými sem býður upp á góðar leigutekjur og lækkar greiðslubyrðina.  Eignin er einangruð og klædd með ÍSPÓ, sem þarfnast smávægilegra viðgerðar. Eign á frábærum stað í botnlanga og stutt í báða grunnskólanna og Íþróttamiðstöðina.
Eignin hefur mikið verið endurnýjuð á aðalhæð og í risi, ásamt því að bílskúr er innréttaður sem stúdíóíbúð.  Stór, góður og sólríkur sólpallur ca 100 m2 vestan eignar.

Eignin telur (aðalhæð):
Anddyri, flísar á gólfi
Hol, nýlegt plastparket á gólfi
Eldhús, nýlökkuð stór og góð innrétting, innfelld jós, flísar á gólf, klæðning í lofti
Þvottahús, inn af eldhúsi, handklæðaofn, flísar á gólfi, útgangur á sólpall til vesturs
Stofa, plastparkt á gólfi, skemmtilegur bogagluggi, útgangur á sólpall til vesturs
Snyrting, glæsileg innrétting, flísalagður sturtuklefi með glervegg, handklæðaofn, flísar í hólg og gólfi
Herbergi 1, nýlegt plastparket á gólfi
Rými, nett rými undir stiga upp í ris
Opið fjölnota rými, með nýlegu plastparketi á gólfi, nýleg klæðning í lofti. Í austurrými er svefnaðstaða.
Herbergi 2, stórt og gott, nýlegt plastparket á gólfi, skápar, þakgluggi
Herbergi  3, nýlgt plastparket á gólfi, innbyggðar hillur í vegg
KJALLARI: (sérinngangur að norðan)
Herbergi 4, parket á gólfi (nýtt sem geymsla í dag)
Geymsla, gott geymslurými
Bílskúr (bílskýli) undir palli, innangengt úr kjallara, rafmagn bílskúshurðaopnari.
Stúdíóíbúð (skráð sem bílskúr) Innréttuð stúdíóíbúð norðvestan eignar, norðan afgirts sólpalls
Gengið inn af sólpalli, hægt að víxla inngangi í bílskúr
Snyrting, nett innrétting
Stórt rými með eldhúsinnréttingu, dúkur á gólfi
Sturtuklefi

Sólpallur, stór um 100 m2 afgirtur sólríkur sólpallur vestan megin eignar. Heitur pottur, stórt lokað útigeymslurými, útiarinn. Frábært útisvæði.
Pallur, við aðalinngang, góður pallur austan megin, búið að klæða af.

Glæsileg eign, sem býður um á frábæra möguleika. Einn vinsælasti staður í bænum. Eign sem kemur verulega á óvart.  Sjón er sögu ríkari.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.