Illugagata neðri hæð 14, 900 Vestmannaeyjar
29.800.000 Kr.
Hæð
4 herb.
130 m2
29.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
31.200.000
Fasteignamat
19.200.000

Heimaey fasteignasala kynnir 4ra herbergja íbúð að Illugagötu 14 Vm. jarðhæð.  Eignin er 130,4 m2 að stærð byggð úr steini árið 1955. Eignin hefur mikið verið endurnýjuð. Verið er að ljúka framkvæmdum utanhúss, þar sem eignin var einangruð, múruð og steinuð. Glæsileg stór innrétting í eldhúsi, allt nýlegt á snyrtingu, flísar á gólfi og veggjum í snyrtingu og á gólfum í anddyri, eldhúsi og þvottahúsi. Frábær aðstaða í stóru og góðu þvottahúsi, innrétting og skápar. Þvottavél og þurrkari í vinnuhæð með skúffum fyrir neðan. 3 góð svefnherbergi.
Eignin telur:
Anddyri,flísar á gólfi, skápur
Geymslurými (nett) í skoti inn af anddyri
Herbergi 1, inn af anddyri, plastparket á gólfi, skápar
Hol, mjög stórt og gott, parket á gólfi, skápur
Stofa, parket á gólfi, klæðning í lofti, skemmtilegur bogagluggi í sv. horni stofu
Eldhús, glæsileg stór innrétting, flísar á milli skápa, flísar á gólfi
Þvottahús, inn af eldhúsi, glæsileg vinnuaðstaða, innrétting, skápar, þvottavél og þurrkari í vinnuhæð og góðar skúffur undir vélunum.
Herbergi 2, parket á gólfi, kappalýsing í lofti yfir höfuðgafli rúms
Herbergi 3, parket á gólfi
Snyrting, vaskinnréting, hornbaðkar með sturtu, handklæðaofn, upphengt WC, skápur, flísar í hólf og gólf
Glæsileg og mikið endurnýjuð eign á frábærum stað, staðsetning, stutt í Íþróttamiðstöðina, Hamarsskóla, Íþróttasvæðin og að sjálfsögðu í dalinn. Framkvæmdir á lokastigi, eignin afhendist fulltúin að utan. Sjón er sögu ríkari.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.