Brattagata 47, 900 Vestmannaeyjar
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
170 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
58.090.000
Fasteignamat
41.100.000

VERÐ: TILBOÐ:  Glæsileg eign – verðlaunagarður – frábært útsýni
Heimaey fasteignasala kynnir glæsilegt einbýlishús að Bröttugötu 47, VM. Eign sem var verðlaunagarður ársins 2011.  Eign við botnlangagötu.  Eignin stendur hátt og útsýnið er frábært.  Eigninni hefur verið vel við haldið í áranna rás.  Ný snyrting og eignin er öll hin snyrtilegasta.  Stór afgirtur sólpallur, og viðbótarsólpallur að bílskúr og fyrir framan afgirta pallinn.  Lóðin er tengd náttúrinni og hraunið í garðinum er upphaflegt. Lóðirnar í  Eyjum verða vart glæsilegri en þessi. Nýlegt gegnheilt ál á þaki , gagnvarinn þakkassi. Við endurnýjun glugga á sínum tíma voru settir plastgluggar. Rafmagnskyngin er í eigninni.
Eignin telur:

Anddyri, flísar á gólfi, skápur viður í lofti
Herbergi (nett vinnuherbergi) var áður gestasnyrting. Allar lagnir til staðar
Stofa, stór og góð, loftaklæðning og loftabitar. Gegnheilt 16 mm parket með síldarmunstri á gólfi. Útgangur á afgirtan sólpall
Eldhús, góð innrétting, flísar á milli skápa.  Síldarmunsturparket á gólfi
Inngangur frá vestri. Góður gangur með skápum, dúkur á gólfi
Þvottahús inn af gangi. Gott rými með hillum ofl. Klæðning í lofti

Svefnherbergisálma:
Herbergi 1, parket á gólfi, viðarklæðning í lofti
Herbergi 2, parket á gólfi
Herbergi 3, skápar, síldarmunssturparket á gólfi
Snyrting, allt nýtt. Glæsileg innrétting, skápar, sturtuklefi, upphengt WC, flísar í hólf og gólf

Sólpallur, stór afgirtur sólpallur og viðbótarpallur til austurs að bílskúr og einnig sunnan og vestan við afgirta pallinn, út á miðja lóð.
Bílskúr, góður bílskúr með nýrri bílskúrshurð , opnari, heitt og kalt vatn. Útgangur á sólpall. Náttúran á lóð nýtur sín þar sem gamla upphaflega hraunið í lóðinni heldur sér.
Steypt plan fyrir framan bílskúr. 


Garður gróinn og afgirt lóð.  Frábær stór og mikill garður sem fékk verðlaun fyrir að vera fallegasti garður í Vestmannaeyjum árið 1911.
Glæsileg eign á vinsælum stað í bænum í botnlangagötu. Það gerist ekki barnvænna. Frábært útsýni.  Sjón er sögu
ríkari.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.