LÆKKAÐ VERÐ:
Heimaey fasteignasala kynnir einbýlishúsið Hásteinsveg 33 VM. Eignin er 97,8 m2 að heildarstærð, byggð úr steini árið 1930. Eigin skiptist: Aðalhæð 45,2 m2, ris 35,7 m2 og upphituð geymsla í kjallara 16,9 m2. Eignin hefur mikið verið endurnýjuð og er einstaklega vel skipulögð. Góður sólríkur sólpallur sunnan eignar, og góð aðstaða baka til fyrir bílastæði. Nýr varmaskiptir. Frábært útsýni úr setustofu í risi.
Eignin telur:Anddyri, flísar á gólfi, fatahengi, hiti í gólfi
Eldhús, góð rinnrétting, viður á vegg að hluta, flísar á gólfi. Ísskápur og örbylgjuofn fylgja með, klæðning í lofti, hiti í gólfi. Nett uppvöskunarvél sem fylgir með.
Snyrting, góð innrétting, nýlegur sturtuklefi, þvottaaðstaða, flísar á gólfi, og flísaplötur á veggjum
Herbergi 1, hjónaherbergi, parket á gólfi, góði skápar
Herbergi 2, ágætt herbergi, parket á gólfi, hvíttaður viður á 2 veggjum, útgangur á sólríkan sólpall
Ris: hringstigi upp í ris, korkparket á tröppumStórt opið rými, stofa, sjónvarpshol og afþreyingarrými. Parket á gólfi. Borpðstofuskápur fylgir með kaupendur vilja. Nýleg klæðning í lofti. Frábært útsýni til norðurs.Geymsla í kjallara vestan eignar, hellulagt plan. Snyrtilegt og gott manngengt upphitað geymslurými í kjallara. Nýr varmaskiptir , allt mjög snyrtilegt.Sólpallur, góður sólríkur sólpallur til suðurs
Góður útiskúr fyrir garðhúsgögn ofl. hann er ekki inni í m2 stærð eignar
Utan palls er hellulögð lóð og frábær baklóð sem nýtist sem bílastæði fyrir 2 bíla a.m.k. Ekið inn frá Boðaslóð.
Þetta er ein af fáum eignum í Eyjum, sem er stærri að innan en utan. Spennandi eign á frábærum stað. Stutt í miðbæjarkjarnann.