Heimaey fasteignasala kynnir einbýlishúsið Hástensveg 6 Vm. Eignin er 174,2 m2 að stærð, þar af bílskúr 40 2. Eignin er byggð úr timbri árið 1910, en grunnur og gaflar eru steyptir, en timburgólf er á milli hæða.. Bílskúr er byggður árið 1987. Eignin þarfnast töluverðs viðhalds bæði að utan og innan. Viðarklæðning á suður- og norðurhlið eignar, en austur og vesturveggur þarfnast múrviðgerða. Nýlegt þakefni.
Eignin telur: Aðalhæð Anddyri/Hol, flísar á gólfi klæðning á vegg og í lofti. Eldhús, eldri viðarinnrétting, flísar á milli skápa, flísar á gólfi, loftaklæðning. Stofa, parket á gólfi. Hleðsluveggur á milli eldhúss og stofu. Timburstigar úr holi upp í ris og niður í kjallara, timburgólf á milli hæða. Ris: Gangur, spónarparket á gólfi, klæðning á veggjum og plötur í lofti. Herbergi (1) tvískipt, góðir skápar parket á gólfi, hvítur panill í lofti og á 3 veggjum en parketklæðning á 1 vegg. Snyrting, neðri skápa innrétting, lítill spegill, flísar á gólfi, og flísaplötur á vegg við baðkar. Snyrting þarfnast endurnýjunar. Herbergi (2) parket á gólfi, panill á veggjum og í lofti, Geymsla undir súð inn af herbergi 2, parket á gólfi, hvíttaður viður á veggjum og í lofti. Kjallar: Utan- og innangengt: Anddyri, steinn á gólfi., veggskápur Herbergi (3) nett, þarfnast allt endurnýjunar. Þvottahús, stórt, steinn á gólfi, 2 geymslurými, fastar hillur í örðu rýmin, hitt rýmið er með tröpum, þar sem áður var útgangur. Minni lofthæð í kjallara. Bílskúr: Góður bílskúr sem stendur sjálfstætt NA eignar. Hann er með rafmagni og heitu og köldu vatni, sjálfvirkur opnari(ekki vitað með virkini hans). Gryfja. Vinnuborð/vaskur. Hillur og geymsluskúffur í norðurenda. Malarborinn innkeyrsla framan við bílskúr. Garður gróinn og afgirtur. Góð staðsetning við jaðar miðbæjarins. Þar sem núverandi eigandi eignaðist eignina á uppboði, og þekki ekki til hennar, þá er skoðunarskylda kaupanda mikil.
Eign við jaðar miðbæjarins. Eign sem býður upp á ýmsa möguleika.