Heimaey fasteignasala kynnir glæsilega 3ja til 4 ra herbergja íbúð á efstu hæð að Hásteinsvegi 62 Vm. Einstakt útsýni til allra átta. Eignin er 93,2 m2 að stærð skv. FMR, en þar af er sérgeymsla í kjallara 6,7 m2 auk hlutdeildar í sameign, þar sem m.a. er þvottahús, þurrkherbergi, hjólageymsla og geymsla. Eignin hefur mikið verið endurnýjuð og handbragð allt til fyrirmynda. Mikið að bílastæðum við inngan norðan eignar. Sameign snyrtileg, nýtt þakefni og nýir gluggar yfir inngangi. Til stendur að setja teppi á tröppur í stigagangi.Eignin telur:Anddyri, parke g gólfk, skápur
Hol, parket á gólfi, stórkostlegt útsýni úr norðurglugga úr holi
Eldhús, glæsileg innrétting með kauppalýsingu, flísar á gólfi og á milli skápar. Frábært útsýni úr eldhúsi, að það er gaman að vaska upp og gleyma sér yfir útsýninu til fjalla og á hafnarsvæðið
Herbergi 1, parket á gólfi
Herbergi 2, dúkur á gólfi
Fataherbergi (3), inn af herbergi 2
Snyrting, stór og góði innrétting með kauppalýsingu, nuddbaðkar, handklæðaofn, upphengt WC, flísar í hólf og gólf
Stofa, stór og góð, parket á gólfi, útgangur á suðursvali, með útsýni til 3ja átta
Geymsla, sér geymsla í kjallara ásamt hlutdeild í sameign, þar sem m.a. er þvottahús, þurrkherbergi, hjólageymsla, og geymsla. Útgangur til norðurs úr sameign í kjallara. Góð bílastæði norðan eignar.
Einstakt útsýni til allra átta. Sjón er sögu ríkari.