EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING:
Um er að ræða 104,1 m2 íbúð, þ.m.t. 6,3m2 geymsla , á 4. hæð (efstu) að Hásteinsvegi 60. Þetta er endaíbúð, með miklu útsýni til allra átta og glugga í eldhúsi til austurs. Fjölbýishúsið hefur verið klætt að utan með ENTERNIT plötum og öll sameign til fyrirmyndar. Nýir gluggar í andddyri, fyrir ofan inngang í eignina. Verið er að leggja ný teppi í sameignina. Í eldhúsi er nýr ofn, ný uppvöskunarvél og ný vifta, ásamt nýlegri eldavél. Nýr skápur í svefnherbergi. Allt endurnýjaði í rafmagnstöflu. Einnig eru nýir tenglar og slökkvarar í allrí íbúðinni. Eignin er öll nýmáluð að innan. Einungis 2 íbúðir á 4. hæðinni. Stórkostlegt útsýni. Engar sýnilegar framkvæmdir framundan.Eignin telur:Anddyri, parket á gólfi, skápur
Hol, parket á gólfi
Snyrting, ágæt innrétting, þvottaaðstaða, baðkar/sturta, flísar í hólf og gólfi.
Herbergi 1, parket á gólfi. Voru 2 minni herbergi áður, en lítið mál að setja vegg á milli.
Herbergi 2, parket á gólfi, nýr skápur
Eldhús, góð innrétting, með nýjum ofni, nýrri uppvösunarvél og nýrri viftu. Flísar á milli skápa, viður á vegg við borðkrók. Mikið útsýni til austurs úr eldhúsglugga.
Stofa/borðstofa, stór og góð, útgangur á flísalagðar suðursvalir. Skemmtilegur horngluggi til suðurs.
Herbergi 3, rými með harmonikuhurð í austurenda stofu. Nýtist einnig sem sjónvarpsrými. Parket á gólfi.
Sérgeymsla í kjallara.Sameiginleg geymsla í kjallaraÞvottahús, þurrkherbergi, hjólageymsla og leikherbergi í sameign í kjallara.Eign á frábærum stað, með miklu útsýni. Eigin klædd að utan, og sameign til fyrirmyndar.. Nýir gluggar yfir anddyri, og ný teppi í stigahúsi.
Einstakt útsýni, sjón er sögu ríkari.