Heimagata e.h. 35, 900 Vestmannaeyjar
27.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Þríbýli
0 herb.
147 m2
27.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1966
Brunabótamat
39.630.000
Fasteignamat
26.900.000

Heimaey fasteignasala kynnir eignina Heimagata 35 efri hæð t.h.,  Vestmanneyjum.  Eignin er í heild 147,9 m2 þar af er bílskúr 37,1 m2, auk hlutdeildar í sameign.  Eignin er byggð úr steini árið 1966 og bílskúr árið 1986. Eign á mjög vinsælum stað í Eyjum. Á hæðinni eru 2 íbúðir, og félagsstarfssemi á jarðhæð og einnig er rými í kjallara.
Eignin þarfnast endurnýjunar að hluta, þ.m.t. gler og gluggar, svalarhurð til norðurs er ónýt og einnig þarf að skipta um þakefni á bílskúr og sperrur og bílskúrshurð þarfnast skoðunar.
Stór og góður pallur til norðurs sem er í sameign með íbúð á hæð. Pallurinn er  með grindverki og útgangi úr þvottahúsi. Nýlegt þakefni er á eigninni.
Sólríkar svalir eru til suðurs, búið að að loka dyrum úr stofu út á svalir, en lítið mál að opna út.
Dyrasími er í eigninni,  tengdur útihurð.  Nóg af bílastæðum. Eign sem býður upp á mikla möguleika.

Eignin telur:
Sameiginlegur stigi upp á efri hæð, teppi á gólfi og tröppum
Anddyri, parket á gólfi, skápur
Hol, parket á gólfi
Herbergi 1, inn af holi, opið, parket á gólfi, bókahillur á veggjum, skemmtileg útfærsla
Eldhús, inn af holi, eldri innrétting, flísar á gólfi. Góður borðkrókur
Stofa, flísar á gólfi, lokuð hurð fyrir útgang á sólríkar svalir til suðurs
Herbergi 2, flísar á gólfi, skápar
Herbergi 3, nett, flísar á gólfi
Geymsla, stór og góð geymsla með hillum, flísar á gólfi
Snyrting, eldri innrétting, dúkur á gólfi, sturtuklefi, speglar á veggjum
Þvottahús, ágætt þvottahús með vinnuborði, og vaski. Flísar á gólfi. Útgang á stóran sólpall til norðurs.  Grindverk á sólpalli. Sólpallur í sameign með annarri íbúð á hæð


Sólpallur til norðurs í sameign og sólríkur suðursvalir til suðurs, sem hægt er að opna út á með aðgengi úr stofu.
Bílskúr, stór  37,1 m2 bílskúr, við austurgafl húss. Rafmagn, hurðaopanari þarfnast skoðunar. Skipta þarf um þakefni á bílskúr, og sperrur þarfnast skoðunar.
Eign, á einum besta stað í bænum.
 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.