Heimaey fasteignasala kynnir ný raðhús á einni hæð að Áshamri 95 – 103 Vestmannaeyjum (vestasta lóðin). Um er að ræða 5 húsa raðhúsalengju frá norðri til suðurs. Allar eignirnar eru 150 m2 að stærð þar af er bílskúr 31,3 m2. Húsin eru byggð úr timbri á steyptri plötu og klædd að utan með Cembrit/Eternit stone pan’s klæðningu, sem hefur þann eiginleika að tryggja lágmarks viðhald. Allir gluggar eru með K-gleri, þak með kraftperrum og Aluzink á þaki. Skv. teikningum eru 3 svefnherbergi í endaíbúðurm og 2-3 svefnherbergi í milliíbúðum. Ef kaupandi er tímanlega í að kaupa getur hann gert breytingar innan húss í samráði við seljanda. Hægt er að kaupa húsin: 1. Fokheld með grófjafnaðri lóð og gólfhitarör komin í plötu og loft og veggir einangraðir að innan og gengið frá rakavarnarlagi 2. Tilbúin að innan og utan án gólefna 3. EITT MEÐ ÖLLU Þ.E. TILBÚIN AÐ INNAN OG UTAN MEÐ TYRFÐRI LÓÐ OG MUNSTURSTEYPTU PLANI OG FRÁGENGIÐ RUSLATUNNUSKÝLI. Einstaklega ódýrt fermetraverð: VERÐ: Fokhelt – 2 endaraðhús kr. 37.500.000.- Fokheld – 3 milliraðhús kr. 35.000.000.- Fullbúið að utan eins og í fokheldi og að innan án gólfefna: Hægt að semjum við seljanda að leggja gólfefni skv. samkomulagi. 2 endaraðhús kr. 51.000.000.- 3 milliraðhús kr. 48.500.000.- Fullbúið að innan og utan , með tyrfðri lóð og munstursteyptu plani og frágegnið ruslatunnuskýli. 2 endaraðhús: kr. 53.800.000.- 3 milliraðihús: kr. 51.300.000.- Hægt er einnig er í boði að fá húsin afhent með palli vestan megin við húsið, verð skv. nánara samkomulagi við seljanda. Í skilalýsingu stendur: Fyrirtækið leggur áherslu á vandaðar íbúðir, góða þjónustu og skil íbúða á réttum tíma. Stefna fyrirtækisins er að leitast við að eiga gott og náið samstarf við kaupendur. . Hægt er að nálgast SKILALÝSINGU/MÖPPU hjá Heimaey ehf. og hafa nánara samband við Guðjón Hjörleifsson, löggiltan faseignasala á skrifstofu að Vesturvegi 10 og /eða í síma: 481-1114 og 895-2548