Heimey fasteignasala kynnir einbýlishúsið Flatir 16 VM. Eignin er 186,5 m2 skv. FMR þar af er bílskúr 42 m2 með gryfju og geymsla 10,1 m2. Eignin sjálf skiptist: Jarðhæð 67,2 m2 og efri hæð 67,2 m2 ásamt manngengu risi. Eignin er byggð árið 1922, bílskúr árið 1993 og geymsla árið 1946. Eignin þarfnast öll mikillar endurnýjunar, bæði að innan sem utan. Timburgólf á milli hæða. Seljandi hefur lækkað verð eignarinnar með tilliti til ástands hennar.