Boðaslóð 12 b 12, 900 Vestmannaeyjar
19.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
1 herb.
37 m2
19.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1951
Brunabótamat
15.650.000
Fasteignamat
10.650.000

Heimaey fasteignasala kynnir stúdíóíbúð að Boðaslóð 12 Merkt: B – austur íbúð í gömlu Kránni með sama inngangi og var í Kránni,  af palli norðaustan megin.  Eignin er skráð 37,4 m2 skv. FMR:  og er byggð úr steini árið 1951 skv. FMR. en öll endurbyggð árið 2020.  Einstaklega vel skipulögð eign, frábær nýting og handverk til fyrirmyndar. Eignin er seld með öllu innbúi. Skemmtileg LED LÝSING. Seljandi er að fara í framkvæmdir með öðrum eigendum Boðaslóðar 12, og verður eignin einangruð og klædd með áli að utan.
Komið er inn í opið alrými með nýju harðparketi á gólfi. Nett innrétting með uppvöskunarvél og vaskaborði. Borð með innbyggðum 2 hellum.  Stórt sjónvarp á vegg í eldhúskrók. Tvöfalt rúm við vesturvegg og góður sófi, lampi ofl. Snyrtiborð við austurvegg þar sem gengið er inn í snyrtingu.
Snyrting í lokuðu rými, með rennihurð.  Þar er einstaklega vandaður sturtuklefi, góður skápur, upphengt WC,  þvottaaðstaða.  Frábært útsýni af Palli. Einstaklega rólegt umhverfi.
2 einkabílastæði norðan eignar fylga með og eru sérmerkt.
Frábær eign fyrir stéttarfélög eða einstakling.  Sjón er sögu ríkari

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.