Heimaey fasteignasala kynnir glæsilega eign að Brimhólabraut 15 Vm, efri hæð og ris, ásamt sérgeymslu undir palli, sem ekki er inni í m2 stærð eignar, ásamt 2 geymslum undir súð, í risi. Eignin er að heildarstærð 95,9 m2, skv. FMR. íbúð á hæð 93,9m2 og rými í risi ER skráð m2 skv. FMR: en í viðbóti eru 19 m2 gólfflötur í risi sem ekki er skráður, þar sem hluti eignar í risi er undir súð, þannig að heildargólfflötur er 116,9 m2., auk sérútigeymslu undir palli.
Eignin er byggð úr steini árið 1948. Eignin hefur töluvert verið endurnýjuð. Nýr þakpappi settur á fyrir þremur árum, nýframkvæmd í risi sem verið að að ljúka . Með framkvæmdum í risi eru margir valkostir til þess að nýta rýmið, hægt að gera 2 nett herbergisrými eða sjónvarpsstsofu og jafnvel gott hobbýherbergi.
Afgirtur sólpallur til vesturs og suðurs fyrir framan anddyri. Eign á frábærum stað á milli skóla. Eignin telur:Anddyri, flísar á gólfi, skóskápur
Hol, parket á gólfi
Herbergi 1, parket á gólfi, skápar með speglahurð
Herbergi 2, parket á gólfi, skápar
Stofa, opið inn í eldhús. Stór og góð stofa, parket og flísar á gólfi, klæðning í lofti með innfelldri lýsingu.
Eldhús, opið inn í stofu, glæsileg innrétting með eyju sem stendur sjálfstætt, flísar á milli skápa. Flísar á gólfi
Snyrting, neðri skápa innrétting, veggskápur, sturtuklefi, þvottaaðstaða, vegghengi fyrir handklæði, flísar á gólfi, flísaplötur á veggjum.
Ris:Hringstigi úr holi upp í ris.Þar er nýtt rými, endurnýjað í haust. Glæsileg breyting og gott handverk. Þetta er fjölnota rými, sem býður upp á mikla möguleika, 1 eða 2 nett herbergi, sjónvarpsherbergi eða hobbýrými. 2 þakgluggar og 2 ofnar eru í rýminu.
Nýtt plastparket á gólfi, klæðning á veggjum og í lofti. Nýtt rafmagn og innfelld lýsing.
2 nettar geymslur undir súðSólpallur, afgirtur sólpallur til vesturs og suðurs
Geymsla, gengið niður í geymslurými, sem er undir palli. Geymslurými er ekki inni í m2 stærð eignar.
Glæsileg eign á frábærum stað á milli barnaskólanna. Eign sem vert er að skoða betur.