Bessahraun 12, 900 Vestmannaeyjar
69.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
193 m2
69.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1981
Brunabótamat
90.150.000
Fasteignamat
49.900.000


Heimaey fasteignasala kynnir einbýlishúsið Bessahraun 12 Vm.  Eignin er 193,5 m2 að stærð, þar af bílskúr 57 m2 og íbúðarrými er 136,5 m2. Eignin og bílskúrinn eru byggð úr steini árið 1981. Eignin er einangruð og klædd að utan með ÍMÚR.  Eign í einni vinsælustu götu í Eyjum er varðar fasteignaviðskipti og ekki spillir það vera í  botnlanga. Eignin er vel byggð, steypt loftaplata með öflugri járnabindingu yfir allri eigninni. Afgirtur garður og gróin lóð.  
Stór tvöfaldur bílskúr með gryfju í öðru rýminu. Gott bílaplan fyrir framan bílskúr, stæði fyrir 2 – 3 bíla.

 
Eignin telur:
Anddyri, flísar á gólfi, skápur
Herbergi 1, inn af anddyri, parket á gólfi
Gestasnyrting, inn af anddyri, nett, innrétting, flísar á gólfi
Hol, parket á gólfi, skápur
Stofa, parket á gólfi
Eldhús, góð innrétting, flísar á milli skápa, parket á gólfi
Þvottahús, inn af eldhúsi, innrétting, hillur, skápar. Útgangur á suðurlóð, loftlúga með góðu geymslulofti.
Svefnálma:
Gangur, parket á gólfi
Herbergi 2, parket á gólfi
Herbergi 3, parket á gólfi
Herbergi 4, parket á gólfi, skápur
Snyrting, góð innrétting með speglaskáp, sturtuklefi, baðkar, flísar í hólf og gólf
Bílskúr, tvöfaldur bílskúr 57 m2 að stærð. Gryfja í öðru rýminu. Tveir bílskúrshurðaopnarar, heitt og kalt vatn, rafmagn, skápar og hillur fylgja með.  Hellulagt stórt plan fyrir framan bílskúr
Góð eign á einum vinsælasta stað í bænum, stutt í Hamarsskólann og Íþróttamiðstöðina.  Eign á einni hæð í botnlanga. Stór bílskúr með gryfju sem býður upp á valkvæða möguleika.
Sjón er sögu ríkari 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.