Smáragata 16, 900 Vestmannaeyjar
75.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
6 herb.
221 m2
75.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1976
Brunabótamat
96.750.000
Fasteignamat
62.900.000

Heimaey fasteignasala kynnir einbýlishús að Smáragötu 16 VM. Um er að ræða einbýlishús, en 2 íbúðir eru í eigninni,  þar sem búið er að loka á milli hæða. Hringstigi til staðar ef kaupendur vilja gera þetta að einni stórri eign.  
Eignin er rúmlega  250 m2 í heild en er skráð 221,3 m2 skv. FMR:  

Eignin skiptist:  Aðalhæð: 144,2 m2, bílskúr 47,2 m2 og íbúð í kjallara 29,9 m2 skv. FMR, en hefur verið stækkuð í um 60 m2. Eignin er byggð úr steini árið 1976. Rafmagnskynding er í eigninni.
Eignin stendur hátt og er með stórkostlegt útsýni til allra átta. Sólríkur, stallaður sólpallur til suðurs og vesturs. Séríbúð í kjallara sem gefur leigutekjur og léttir greiðslubyrðina. Miklir möguleikar


Eignin telur (aðalhæð):
Fordyri, fyrir framan anddyri
Anddyri, flísar á gólfi, skápar
Hol, flísar á gólfi, útgangur á stórar sólríkar vestur svalir
Herbergi 1, flísar á gólfi, klæðning í lofti
Snyrting, góð innrétting, flísar í hólf og gólf, hornnuddbaðker, skápar, handklæðaofn, upphengt WC. Málmklæðning í lofti
Þvottahús, flísar á gólfi, góð innrétting, útgangur í fordyri
Herbergi 2, parket á gólfi. Útfelling á vegg, en virðist þurr
Svefnherbergi 3, parket á gólfi, sérinnréttað fataherbergi fyrir innan
Stofa/borðstofa, parket á gólfi, stórir gluggar, mikið útsýni. Fallegur hleðsluveggur sem skilur að eldhús og stofu. Bitar í lofti og panilklæðning á milli bita. Hleðsluveggur
Eldhús, góð innrétting, gaseldavél, flísar á gólfi, flísar á milli innréttinga. Borðplötur eru hitaþolnar.  Viðarklæðning og bitar í lofti (valmi, tengt stofulofti)
 
Neðri hæð (séríbúð- áður var hringstigi á milli hæða)

Komið í íbúð gegn um gönguhurð í bílskúr, en einnig er hægt að ganga inn í gegn um eldhúsið.  Aðeins lægra til lofts í innra rýminu.
Hol, flísar á gólfi. Hringstigi enn til staðar.
Snyrting, góð innrétting, kappalýsing, sturtuklefi, flísar í hólf og gólf
Herbergi 4, stórt herbergi, nýr gluggi, en eftir að ljúka framkvæmdum á gluggvegg og í lofti
Herbergi 5, parket á gólfi
Eldhús, ágæt eldhúsinnrétting, flísar á gólfi. Útgangur á sólpall til vesturs.
Stofa, opið úr eldhúsi. Parket á gólfi, klæðning í lofti, innfelld lýsing

Bílskúr, stór 47, 2m2 bíslkúr. Flísar á gólfi, góðir skápar og vinnuaðstaða.
Stór bílskúrshurð, bílskúrshurðaopnari, rafmagn, vatn, hiti.
Sólpallur, góður stallaður, sólríkur sólpallur til suðurs og vestur,  með heitum potti (sem þarfnast skoðunar), útisturta. Mjög sólríkt.
Lóð gróin og vel við haldið. Útiskúr á lóð fyrir börnin eða geymsla
Eign á frábærum stað með miklu útsýni. Einstakir möguleikar

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.