Vestmannabraut 34 , 900 Vestmannaeyjar
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
214 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2016
Brunabótamat
89.300.000
Fasteignamat
58.350.000

VERÐ: TILBOÐ
Heimaey fasteinga kynnir glæsilegt einbýlishús í hjarta miðbæjarins, sem var endurbyggt frá grunni árið 2013 úr steypu og timbri. Eignin er í heild 214,9 m2 að stærð, en gólfflötur er töluvert meiri, þar sem upphitað og innréttað rými í risi er ekki inn í m2 stærð, en rýmið hefur jafnframt verið nýtt sem svefnrými og geymsla.
Húsið er allt einangrað að utan, neðri hæð er múruð og máluð með Webber múrkerfi og málningu og efri hæð er klædd með lituðu áli, þak er á lektum og klætt með áli. Steyptir garðveggir í kringum alla eignina.
Eignin skiptist: Jarðhæð 81 m2, efri hæð 97,9 m2 og bílskúr 36 m2.
Þegar komið er inn á lóð hússins er mynstursteypt stétt sem liggur að aðalinngangi. Stór sólpallur upp á c.a. 70 fermetra. Þar er staðsettur hitaveitupottur og lokuð aðstaða úr timbri, þar sem er annars vegar fataklefi og hins vegar sturtuklefi, bæði rými með lýsingu.
Allt innan húss er nýtt og nýlegt og er handverk til fyrirmyndar. Glæsilegar innréttingar, þ.m.t. Sileston borðplötur úr quartz sem dregur ekki í sig neinn vökva. Spænskar eðallísar eru  á öllum gólfum. Stýrikerfi er fyrir gólfhita, sem er í öllu húsinu, og einnig strýring fyrir hitaveitupott og sturtuklefa úti á palli. Router er inni í bílskúr og allar tengingar þaðan. Snyrting á báðum hæðum.  Tvær nettengingar í hverju herbergi. Stórar svalir til suðurs og vesturs á palli efri hæðar. Einstaklega sólríkt og gott útsýni þar sem Heimaklettur skartar sínu fegursta. Einstaklega björt og falleg eign.

Eignin telur:
Anddyri, mjög stórt, flísar á gólfi og skápar með öllum norðurveggnum
Hol/gangur flísar á gólfi.
Snyrting, neðri skápa innrétting með ljósaspegli, veggskápur, sturta, upphengt WC, handklæðaofn, flísar í hólf og gólf.
Herbergi 1, flísar á gólfi, skápar.
Herbergi 2, flísar á gólfi, skápar.
Herbergi 3, flísar á gólfi, skápar.
Þvottahús, með glæsilegri stórri innréttingu og þvottavél og þurrkari í vinnuhæð. Vinnuborð með vaski, þurrksnúrur á milli veggja. Flísar á gólfi.
Rými, nett rými undir stigatröppum
Stigi: Flísalagðar stigatröppur á milli hæða.
Stór afgirtur sólríkur/svalir sólpallur til vesturs þegar komið er upp stiga. Einstakt útsýni
Opið fjölnota rými, að sjónvarpsholi og eldhúsi. Loftlúga upp á loft, en golflötur á lofti sem er ca. 25 m2, en er ekki í m2 stærð eignar. Rýmið hefur verið einangrað, klætt og málað og er  með parketi á gólfi, hitaveituofni og tveimur opnanlegum gluggum. Svefn- og geymsluaðstaða.

Sjónvarpshol, flísar á gólfi.
Herbergi 4, flísar á gólfi og stórt og gott fataherbergi þar inn af, með glugga til vesturs.


Eldhús, glæsileg stór eldhúsinnrétting með led lýsingu á sökkli. Sileston borðplötum úr quartz sem dregur ekki í sig vökva. Innfelld lýsing í lofti. Lýsing undir innréttingum. Gott skápapláss. Flísar á gólfi. Opið inn í hol.
Stofa, innfelld lýsing í lofti, flísar á gólfi. Gott útsýni á mannlífið á Bárustígnum
Snyrting, glæsileg innrétting með ljósaspegli. Sileston borðplötu úr quartz, sem dregur ekki í sig vatn. Baðkar með led lýsingu á sökkli, upphengt WC, handklæðaofn. Flísar í hólf og gólf.
Sólpallur/svalir, stór, góður, sólríkur afgirtur hellulagður sólpallur/svalir, með einstöku útsýni.
Bílskúr, góð bílskúrshurð, vélslípuð og lituð innkeyrsla, gönguhurð og innangengt í bílskúr. Bílskúrshurðaopnari, kalt vatn, efri geymsluhillur, nett innrétting, inntakskrými/geymsla með vinnuborði. Stýrikerfi fyrir hita og rouder fyrir allt húsið.
Hér er um að ræða eitt glæsilegasta einbýlishús bæjarins, þar sem allar framkvæmdir hafa verið djúphugsaðar og allur frágangur til fyrirmyndar. Einbýlishús í hjarta miðbæjarins, þar sem Eyjahjartað slær.  Sjón er sögu ríkari.
 
 

 
 
  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.