Túngata 15, 900 Vestmannaeyjar
98.000.000 Kr.
Einbýli
8 herb.
303 m2
98.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1946
Brunabótamat
110.000.000
Fasteignamat
48.850.000

Heimaey fasteignasala kynnir glæsilegt einbýlishús á 3 hæðum að Túngötu 15 VM. Eignin er byggð úr steini árið 1946 og er 303,4  m2 að stærð skv. FMR., en gólfflötur er meiri, þar sem hluti eignar í risi er undir súð. Eignin skiptist: Aðalhæð 143,3 m2, rými í kjallara 115,2 m2, bílskúr 28,1 m2 og ris 16,8 m2 en gólfflötur er töluvert meiri. Stór og góður afgirtur sólpallur á pöllum, sunnan og vestan eignar með heitum potti. Tvö góð lokuð geymslurými á palli, fyrir garðhúsgögn og fleira.
Eignin er reisuleg og stendur hátt með einstöku útsýni til allra átta. Eign í botnlanga í rólegu og fjölskyludvænu umhverfi. Kjallari býður upp á möguleika á að gera litla íbúð. Stofan er þrískipt með skemmtilegum bogaglugga til norðurs óg útgangi út á sólpall vestan megin. 5-6 mjög góð herbergi eru í eigninni. Góð geymslurými, eitt inn af herberg í ris og 2 til hliðar við bílskúr. Glæsilegt þvottahús með innréttingu, góðri vinnuaðstöðu og Walk in sturtu. Garður gróinn og afgirtur.
Eignin telur (aðalhæð):

Anddyri, flísar á gólfi, 2 skóskápar
Hol, flísar á gólfi
Stofa, tvískipt stofa með fallegum bogaglugga til norðurs, mikið útsýni til norðurs og vesturs. Útgangur á pall til vesturs. Fiskibeinaparket á gólfi
Borðastofa, milli stofu og eldhúss. Fiskibeinaparket á gólfi
Eldhús, falleg innrétting með flísum á milli skápa. Gengið úr eldhúsi í kjallara
Herbergi 1, stórt og gott, góðir skápar. Plastparket á gólfi
Herbergi 2, gott herbergi með skápum. Plastparket á gólfi
Snyrting, neðri skápa innrétting, hornnuddbaðkar, upphengt WC, flísar í hólf og gólf. Panill í lofti
Ris: Gengið upp parketlagðan stiga upp í ris
Opið rými, valkvæð notkun, sjónvarpsrými, opið svefnrým ofl. plastparket á gólfi
Herbergi 3, plastparket á gólfi. Þakgluggi, Skápur með hengi og skúffum. Panilli á veggjum og lofti
Herbergi 4, plastparket á gólfi. Skápar, panill á veggjum og í lofti
Geymsla, inn af herbergi 4 er geymslurými undir súð
Kjallari (innan- og utangengt). Gengið úr eldhúsi niður í anddyri
Anddyri, stórt og gott, flísar á gólfi. Skápar
Snyrting, nett snyrting inn af anddyri. Neðri skápa innrétting, flísar á gólfi
Herbergi 5 / stofa, valkvæð notkun. Stórt og gott. Plastparket á gólfi, viðarklæðning á sjónvarpsvegg
Herbergi 6, inn af herbergi 5, plastpkarket á gólfi
Þvottahús, glæsilegt þvottahús með inngangi úr anddyri, og innangengt í bílskúr. Glæsileg innrétting með góðri finnuaðstöðu, Walk in sturta, hiti í gólfi, flísar í hólf og gólf
Bílskur, flísar á gólfi, bílskúrshurðaopnari, rafmagn, heitt og kalt vatn.  2 geymslurými í vestur hluta bílskúrs.
Sólpallur, til suðurs og vesturs. Glæsilegur afgirtur sólpallur til suðurs og vestur. Hann er á 3 pöllum, með góðum geymsluskúr og geymslurými fyrir garðhúsgögn og fleira.
Glæsileg, eign á frábærum stað í botnlangagötu. Einstakt útsýni.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.