Heimaey fasteignasala kynnir 2ja herbergja íbúð á 3ju hæð til vinstri að Hásteinsvegi 62 Vestmannaeyjum. Eignin er 74,8 m2 að stærð skv. FMR: , þar af er 6,7m2 sérgeymsla í kjallara, ásamt hlutdeild í mjög rúmgóðri og snyrtilegri sameign. Fjölbýlishúsið hefur verði klætt að utan með ENTERNIT plötum. Íbúð þarfnast endurnýjunar að hluta. Stigagangur er flísalagður að íbúðum á 1. hæð og síðan eru nýleg teppi á öðrum stigum. Einstakt útsýni til norðurs yfir hafnarsvæðið, og frábær fjallasýn.
Eignin telur:Anddyri, flísar á gólfi, skápur
Hol, parket á gólfi, veggspegill
Svefnherbergi, mjög stórit, góðir skápar, parket á gólfi
Stofa, parket á gólfi, útgangur á suðursvalir. Gott útsýni til suðurs, vesturs og austurs
Eldhús, eldri innrétting, flísar á milli skápa, parket á gólfi
Snyrting, baðkar/sturta, dúkur á gólfi, parket á veggjum við baðkar og upp á miðja veggi annars staðar.
Rými, rými milli snyrtingar og eldhúss. Valkvæð notkun. Mikið útsýni til norðurs
Geymsla, sérgeymsla í kjallara, svo og hlutdeild í sameign
Eign á vinsælum stað í Eyjum, með einstöku útsýni