Áshamar 63 , 900 Vestmannaeyjar
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
87 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1977
Brunabótamat
41.950.000
Fasteignamat
31.300.000

Heimaey fasteignasala fær fljótlega í sölu glæsilega eign að Áshamri 63, (syðsti stigagangurinn), og þvi eru gluggar á suðurhlið í stofu og í snyrtingu, sem gefur mikla birtu í eignina.
Eignin er 87,1 m2 að stærð, þar af sérgeymsla í kjallara 7 m2
Áhugasamir hafi samband við Guðjón Hjörleifsson, löggiltan fasteignasal í síma: 895-2548 eða á [email protected]

Helstu framkvæmdir:* Íbúðin var öll endurnýjuð árið 2012
*

 innréttingar, gólfefni-milliveggir-ný tæki á snyrtingu, nýir ofnar og nýjar raflagnir. Sérsmíði frá Brúnás á innréttingum og skápum.
* Viðbótarherbergi var stækkað, og eldhúsi breytt.  Innrétting og vaskur sett undir glugga og innréttingarveggur lengdur.
* Fyrirkomulagi á snyrtingu var gjörbreytt.
* Allir milliveggir voru holir og án einangrunar í íbúðinni fyrir framkvæmdirnar. Nýir milliveggir settir upp og þeir einangraðir með steinull.
* Nýjar raflagnir settar í alla milliveggi, sem og pípulögn þar sem það átti við.
* Ný baðherbergistæki sett upp og baðherbergi flísalagt, bæði veggir og gólf.
* Ný gólfefni sett á alla íbúðina, náttúrlegt hvíttað eikarparket af bestu gerð.
* Eldhús flísalagt með gríðarlega fínum og dýrum eðalflísum.
* Innréttingaverksmiðjan Brúnás á Egilsstöðum sérsmíðaði allar innréttingar.
* Elhúsinnrétting er úr hvíttaðri eik með útdraganlegum skúffum og skápum en efri skápar hvítlakkaðir. * * Öll tæki frá AEG, fullkomnasti ofn sem þá var í boði með gufusuðu, hitamæli ofl. Háfur úr stáli og af sérstakri hönnun. Stór keramik eldavélarhella og innbyggð uppvöskunarvél.
* Fataskápar í svefnherbergi og aukaherbergi eru úr hvíttaðri eik og skemmtilega hannaðir með tilliti til nýtingar á plássi.
* Innréttingar á baði eru úr hvíttaðri eik og hvítlakkaður skápur. Spegilhurð á einum skáp. Stór spegill á baðherbergi og handklæðaofn á baðherbergi.
* Í holi er hvítlakkaður fataskápur og skennkur úr hvíttaðri eik.
* Allar innihurðir og inngangshurð frá gangi sérsmíðaðar úr hvíttaðri eik.
* Allt raflagnaefni af nýjustu gerð og dimmerar á nær öllum ljósum.
* Nýr dyrasími setur upp.
* Cat 5 strengur lagður í herbergi og hol.
* Búið er að taka inn ljósleiðara í eignina
* Plastgluggar voru settir í allar íbúðir og stigagang kringum 2009.
Kostnaður vegna þessara framkvæmda var 12 milljónir á verðlagi ársins  2012
Framkvæmdir að utan – viðhaldsfrí eign: Kostnaður við þessa framkvæmd var rúma 4 milljónir
Árið 2020 hófust framkvæmdir við klæðningu á húsinu að utan og lauk þeim 2021. Gert var við allar sjáanlegar sprungur og húsið einangrað að utan og klætt báruáli, skipt var um svalahandrið og sérstakt efni lagt á svalagólf. Bætt við steyptum stéttum og lóð lagfærð og tyrfð.
Útljós við innganga og á svölum endurnýjuð og sett upp ný birtu og hreyfistýrð LED lýsing í stigagang.
Svalahandrið sérstaklega klætt að innan með litaðri álklæðningu.
Samhliða framkvæmdum við klæðningu var skipt um glugga og hurðir í stigagangi og settir opnanlegir gluggar, sem ekki voru fyrir.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.