LÆKKAÐ VERÐ
Spennandi eign sem gefur leigutekjur af íbúð í kjallara. Mjög sanngjarnt fermetraverð, þar sem gólfflötur er um 300 m2.
Heimaey fasteignasala kynnir reisulegt og fallegt einbýlishús að Illugagötu 9 Vm. Eignin er í heild 283,3 m2 að stærð, en fermetra fjöldi er töluvert meiri, þar sem hluti eignar í risi er undir súð. Einnig er þvottahús og gott geymslurými í sameiginlegri nýtingu aðalhæðar og leiguíbúðar. Inntaksrými innan þvottarýmis. Flísar á gólfi.
Eignin skiptist skv. FMR. Aðalhæð 118,5 m2, ris 72,6 m2, íbúð í kjallara 64,2 m2 og bílskúr 28 m2.
Eignin er byggð úr steini árið 1954 og bílskúr árið 1971. Ris er byggt ofan á eignina árið 1983.
Eignin stendur hátt og er með einstöku útsýni, bæði úr risi og aðalhæð.
Eignin er að mestu viðhaldsfrí að utan, þar sem útveggir eru einangraðir og klæddir og þakefni er úr áli.
Nýleg gólfefni á hluta aðalhæðar, nýtt rafmagn og rafmagnstafla, ný hitagrind. Allir ofnar í íbúð á jarðhæð nýir að undanskildum einum ofni. Séríbúð í kjallara, sem gefur leigutekjur og getur lækkað greiðslubyrði kaupenda. Eign á frábærum stað, stutt í Íþróttamiðstöðina, Hamarsskólann og Herjólfsdalinn. Garður gróinn og afgirtur.
Aðeins 3 eigendur hafa átt eignina og núverandi eigendur hafa átt hana frá árinu 1979.Eignin telur:Anddyri, dúkur á gólfi, fatahengi
Hol, nýtt harðparket á gólfi
Stofa, stór og björt, nýtt harðparket á gólfi
Eldhús, eldri innrétting með flísum á milli skápa, dúkur á gólfi
Búr, inn af eldhúsi með góðum hillum
Herbergi 1, harðparket á gólfi, skápar
Herbergi 2, harðparket á gólfi
Herbergi 3, dúkur á gólfi, skápar
Snyrting, ágæt innrétting með neðri skápum og hliðarskápum við spegil. Baðkar, vegghillur. Flísar í hólf og gólf.
Stigi upp í ris, með massífum trétröppumOpið glæsilegt fjölnota rými með einstöku útsýni. Stór ARINN, með grillsnúningsteini, og teinn þar sem hægt er að hengja steypujárnshellu eða pott á og elda. Sérhannaður bar setur skemmtilegan svip á rýmið, ásamt vinnuaðstöðu í norðurenda eða til annarar valkæðrar notkunar. Skemmtileg lýsing. Hillur í gólfhæð undir súð sunnan og norðan megin, og hillur í gólfhæð sunnan og norðan megin við uppkomu úr stiga. Panill á veggjum og í lofti, en hleðslusteinn að hluta á vestur- og austurvegg . 3 barstólar og lausamunir í Arin fylgja með ásamt ísskáp á bar.Íbúð í kjallara, sérinngangurAnddyri, fatahengi, parket á gólfi
Hol, parket á gólfi, skápur
Eldhús, ágæt innrétting, flísar á gólfi
Snyrting, sturtuklefi, veggskápur, dúkur á gólfi og dúkur á veggjum upp í 1,90 hæð.
Stofa, parket á gólfi, klæðning á einum vegg
Geymsla, gott rými með parket á gólfi. Möguleiki að gera herbergi
Brunnrými, hrátt brunnrými fyrir innan geymslu
Bílskúr, með álklæðningu, hurðaopnara og rafmagni. Steypt stétt norðan eignar frá gangstétt að að bílskúr.
Þvottahús og geymslur með sérinngangi sem nýttar eru saman af aðlaeign og íbúð í kjallara. Flísar á gólfi. Þarna eru einnig inntök í eignina og ný rafmagnstafla. Mjög snyrtileg og einstaklega góð þvottaaðstaða og gott geymslurými.