VERÐ: TILBOÐHeimaey fasteignasala kynnir einbýlishúsið að Áshamar 48 Vestm.eyjum. Eignin er byggð úr steini árið 1976 og bílskúr árið 2007. Eignin er 215,8 m2 að stærð skv. FMR, þar af er bílskúr 81,4 m2, en í bílskúrnum er fullbúin snyrting með innréttingu og sturtu og því lítið mál að gera fína íbúð. Mjög stórt bílaplan fyrir framan bílskúr sem er 175 m2.
Einnig eru sólpallar norðan og vestan eignar ca. 85 m2, ásamt heitum potti og útigeymslu. Eignin hefur mikið verið endurnýjuð, niðurtekin loft sem eru einangruð, nýlegur þakkassi, gluggar og gler og búið er að setja gólfhita í snyrtingu og eldhúsi. Ísskápur í eldhúsi fylgir með í kaupum.Eignin telur:Anddyri, flísar á gólfi, skápur, útgangur á vestur sólpall
Hol, stórt og gott hol, parket á gólfi
Stofa, innfelld lýsing í lofti, parket
Sjónvapsstofa, með glæsilegum sérhönnuðum stofu/sjónvarpsskáp. Parket á gólfi, útgangur til norðurs á stóran sólpall , þar sem m.a. er heiturpottur við bílskúr og er á hitastýringu úr snyrtingu í bílskúr út í pott.
Eldhús, glæsileg innrétting með flísum á milli skápa. Ísskápur fylgir með. Innfeld lýsing í lofti, korkflísar á gólfi, hiti í gólfi
Þvottahús, gott þvottahús með innréttingu, skápum, vaskaborði. Þvottavél og þurrkari í vinnuhæð, útgangur út á bílaplan til austurs. Flísar á gólfi
Svefnálma:Snyrting, glæsileg innrétting, Walk in sturta, handklæðaofn, upphengt WC, flísar í hólf og gólf , hiti í gólfi
Herbergi 1, harðparket á gólfi, skápur
Herbergi 3, harðparket á gólfi
Herbergi 4, harðparket á gólfi
Bílskúr, s
tór og góður 81,4 m2 bílskúr, með snyrtingu, og því lítið mál að gera íbúð þarna. Stór og góð bílskúrshurð, gönguhurð til suðurs og einnig útgangur á pall til norðurs. Snyrting með innréttingu og sturtuklefa, ásamt upphengdu WC. Tenging úr bílskúr í heita pottinn, með hitastýringu.Sólpallar, ca. 85 m2 afgirtir samtengdir sólpallar norðan og vestan eignar. Norðan megin er heitur pottur, og vestan megin er stór útigeymsla. Sól allan daginn. Sunnan við sólpall vestanmegin er yfirbyggð sorptunnugeymsla.Glæsileg og mikið endurnýjuð eign á frábærum stað í botnlanga í Áshamrinum. Sjón er sögu ríkari.