VERÐ: TILBOÐ Eignin er laus við kaupsamning:
Frábær eign í miðbænum. Göngufæri í mesta alla þjónustu
Heimaey fasteignasala kynnir glæsilega eign, hæð og ris að Miðstræti 19 VM. Eignin hefur öll verið endurnýjuð. Eignin er skráð 79,6 m2 skv. FMR en gólfflötur er meiri þar sem hluti eingar er undir súð. Eignin var í uppahafi byggð úr steini árið 1911, en hefur verið stækkuð og öll endurnýjuð fyrir ca. 10 árum. Stór sólpallur er til suðurs byggður ofan á stækkun neðri hæðar. Hiti er í gólfi á aðalhæð en ofnar í risi. Eignin telur, aðalhæð (51,4 m2) :Anddyri, nýtt harðparket á gólf, gengið upp í ris
Eldhús, glæsileg svört nyleg innrétting, nýtt harð á gólfi. Opið inn í stofu
Snyrting, nýleg innréttingu, skúffuskápar, Walkin sturta, handklæðaofn, upphengt WC, þvottaaðsta, skápar, flísar í hólf og gólf. Hiti í gólfi
Stofa/borðstofa/sjónvarpsrými, nýtt harðparket á gólfi gólf útgangur á steyptan sóríkan sólpall til suðurs (e.h. byggingar niðri). Korkhellur á gólfi. Stærð 37,8 m2 skv. FMR.
Geymsla undir tröppum, inntaksrými, hitagrind/varmaskptir, rafmagnstafla og gólfhitakista.
Ris: Risið er skráð 28,2 m2 en er í gólffleti um 100 m2.
Stigi á milli hæða, teppi á gólfi. ÞakgluggiHerbergi 1, net, nýtt harðparket á gólfi
Herbergi 2, nýtt harðparket á gólfi
Herbergi 3, nýtt harðparket á gólfi, fataherbergi fyrir innan
Snyrting 2, nett innrétting (neðri skápar) upphent WC, flísar á gólfi, flísaplötur á veggjum, þaklguggi
Eignin var endurnýjuð fyrir ca. 10 árum. Eldhús og snyrtingar, allar innréttingar, gólfefni, hurðar, allar lagnir, rafmagn skólp og vatn. Gólfhiti á aðalhæð og ofnar í risi. Kjallari er steyptur og hluti nýbyggingar að hluta, einangraður og klæddur með IMÚR. Efri hæð er einangruð og klædd með áli, gluggar og þak endurnýjað á sama tíma.
3ja hæða eign í tvíbýli. Neðri hæð hefur pall á jarðhæð og bílastæði að vestan.
Sólpallur/vörönd, frábær 37,8 m2 sólríkur sólpallur til suðurs (37,8m2 skv. FMR), með korhellum.
Glæsileg eign á frábærum stað. Stutt í alla þjónustu. Sjón er sögu ríkari.